Sími 441 9860

Hvernig sótt er um

Hvernig sótt er um

Á vef Vinnumálastofnunar er að finna sérstakt umsóknareyðublað fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu sem óska eftir stuðningi við atvinnuleit. Þeir sem vilja sækja um starfsprófun og starfsþjálfun í Örva fylla út þessa umsókn og gott er að geta þess sérstaklega í athugasemdadálki neðst ef óskað er eftir að komast að í Örva. Umsækjandi getur sjálfur fyllt út umsóknina eða beðið ráðgjafa á velferðarsviði sveitarfélags síns, eða ráðgjafa hjá Vinnumálastofnun, um aðstoð.

Hjá Vinnumálastofnun starfar inntökunefnd sem tekur til afgreiðslu þær umsóknir sem berast um atvinnu fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu. Þegar nefndin hefur samþykkt umsókn einstaklings um starfsprófun í Örva er umsækjanda tilkynnt um niðurstöðuna og umsóknin send áfram í Örva. Starfsráðgjafar Örva hafa í kjölfarið samband við umsækjanda og bjóða honum/henni í viðtal í Örva. Þar gefst umsækjanda tækifæri til að skoða vinnustaðinn, fá frekari upplýsingar og ef honum/henni líst vel á er gengið frá tímabundinni ráðningu í starfsprófun.