Sími 441 9860

Starfsprófun

Starfsprófun

Allir sem koma í Örva byrja á því að fara í þriggja mánaða starfsprófun. Markmið hennar er að meta heildstætt möguleika einstaklingsins til vinnu. Þetta mat inniheldur m.a. lýsingu á félagslegri hæfni, kunnáttu, verkfærni og áhuga. Starfshlutfall er allt að 44% og er vinnutími annað hvort fyrir eða eftir hádegi. Gerðar eru kröfur til starfsmanna líkt og á almennum vinnustöðum og gilda almennt sömu reglur í Örva og á vinnustöðum á almennum vinnumarkaði.

Fylgst er með starfsgetu starfsmanns í fjölbreyttum verkefnum auk þess sem félagsleg hæfni er skoðuð. 

Auk þess að gefa heildstætt mat á getu einstaklinga til atvinnu er markmið starfsprófunarinnar (og starfsþjálfunar) eftirfarandi:

  • Að hjálpa einstaklingnum að byggja upp sjálfstraust og sjálfsöryggi.
  • Að hjálpa einstaklingnum að gera sér grein fyrir þeim möguleikum sem hann/hún hefur.
  • Að auðvelda einstaklingnum að átta sig í sambandi við starfsval.
  • Að loknu starfsprófunartímabili er skrifleg niðurstaða lögð fyrir og ákvörðun tekin um framhaldið. Ef niðurstaða starfsprófunar er að einstaklingur er talinn geta farið út á almennan vinnumarkað er viðkomandi hvattur  til að sækja um hjá Atvinnu með stuðningi sem hefur atvinnuleit í samráði við viðkomandi. Einnig er viðkomandi boðið að halda áfram í Örva og byrja þar með í markvissri starfsþjálfun í allt að 18 mánuði til að undirbúa sig fyrir mögulegt starf á almennum vinnumarkaði.
  • Ef niðurstaða starfsprófunar er að ekki er talið raunhæft að viðkomandi einstaklingur sé á leið út á almennan vinnumarkað þá nýtist frekari þjónusta (starfsþjálfun) í Örva ekki viðkomandi og mælt er með að viðkomandi sæki um aðra þjónustu hjá velferðarsviði/félagsþjónustu síns sveitarfélags.