Sími 441 9860

Fréttir

Fræðslu- og skemmtidagur Örva 2016

16.3.2016

Árlegur fræðslu- og skemmtidagur Örva var haldinn í síðustu viku.

Starfsfólk Örva gerði sér glaðan dag á árlegum fræðslu- og skemmtidegi Örva sem haldinn var þann 9. mars síðastliðinn. Við fengum góða gesti, fullt af fróðleik og skemmtun. Inn á milli gæddum við okkur á kaffiveitingum og hádegismat, auk þess sem Omnom bauð upp á súkkulaði í föstu og fljótandi formi!

Brynhildur Arthúrsdóttir, formaður Laufs - félags flogaveikra, kom og hélt fyrirlestur um flogaveiki. Hún sagði frá ólíkum tegundum floga og hvernig best er að bregðast við og hlúa að þeim sem fá flog og þurfa aðstoð.

Sendiherrarnir Ína Valsdóttir og Þorvarður Karl Þorvarðarson fluttu því næst fræðsluerindi um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Meðal annars var fjallað um aðgengismál, einkalíf, menntun og atvinnu.

Eftir hádegismat var svo komið að því að halda BINGÓ. Nói Siríus og Sena gáfu okkur flotta vinninga og voru allir svo heppnir að fá vinning! Á milli dagskrárliða var starfsfólkið svo ýmist með skemmtiatriði í formi dans og söngs eða dundaði sér við að lita og spjalla. ,,Takk fyrir frábæran dag" og ,,þetta var mjög fræðandi" var meðal þess sem sagt var í kveðjuskyni í lok dags.

Myndir frá deginum má sjá hér á facebook síðu Örva.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica