Sími 441 9860

Útskrift

Útskrift

Eftir að starfsþjálfun lýkur í Örva og starfsmaður hefur störf á almennum vinnumarkaði nýtur einstaklingurinn stuðnings frá ráðgjöfum Atvinnu með stuðningi. Fyrstu þrjá mánuðina heldur starfsmaður plássi sínu í Örva þannig að hann á þess kost að koma til baka ef þörf krefur. Eftirfylgdin af hálfu ráðgjafa Atvinnu með stuðningi felst annars vegar í því að styðja hinn fatlaða og hins vegar að auka skilning og umburðarlyndi meðal annarra starfsmanna á nýja vinnustaðnum. Þetta er gert með reglulegum heimsóknum og fræðslu og samskiptum við starfsfólk vinnustaðarins.

  • Fyrir þá sem fara á almennan vinnumarkað er eftirfylgd mjög mikilvægur þáttur. Eftirfylgdin felur í sér að skapa góð skilyrði fyrir einstaklinginn á nýjum vinnustað. Jafnt hvað varðar félagslegan sem og verklegan þátt vinnunnar. Eftirfylgdin getur skipt sköpum um það hversu vel tekst til fyrir einstaklinginn að halda vinnu á almennum vinnumarkaði.
  • Eftirfylgd og stuðningur er veitt eins lengi og einstaklingurinn eða nýr vinnuveitandi óskar og stuðnings er þörf. 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica