Sími 441 9860

Um Örva

Um Örva

Örvi hóf starfsemi 1984. Örvi hefur verið í núverandi húsnæði að Kársnesbraut 110, Kópavogi frá 1987.

Starfsmenn Örva eru að jafnaði hátt í 40 í heildina.

Um 30 starfsmenn með skerta starfsgetu (þjónustunotendur) geta verið í starfsprófun eða starfsþjálfun hverju sinni. Aðeins er boðið upp á viðveru hálfan daginn, annað hvort fyrir eða eftir hádegi. Fullnýtt pláss jafngildir 44% starfshlutfalli en sumir eru þó í lægra starfshlutfalli.

Aðrir starfsmenn eru 7. 

Starfsmenn með skerta starfsgetu eru allir í stéttarfélaginu Eflingu og fá greidd laun skv. kjarasamningi félagsins.

Starfsemi Örva er tvíþætt. Annars vegar fer fram þjálfun og styrking einstaklinga með skerta starfsgetu sem hefur það að markmiði að gera viðkomandi hæfari til starfa á almennum vinnumarkaði. Hins vegar er Örvi fyrirtæki í umtalsverðum rekstri. Framleiðsla plastumbúða og ýmis önnur verkefni fyrir viðskiptavini (pökkun, flokkun og samsetningar) er grundvöllurinn sem starfsþjálfunin hvílir á.