Sími 441 9860

Hvernig sótt er um

Hvernig sótt er um

Á vef Vinnumálastofnunar er að finna sérstakt umsóknareyðublað fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu sem óska eftir stuðningi við atvinnuleit. Þeir sem vilja sækja um starfshæfingu og starfsþjálfun í Örva fylla út þessa umsókn. Gott er að geta þess sérstaklega í athugasemdadálki neðst ef óskað er eftir að komast að í Örva, en einnig er unnt að sækja um aðra vinnustaði í sömu umsókn. Umsækjandi getur sjálfur fyllt út umsóknina eða beðið ráðgjafa á velferðarsviði sveitarfélags síns, eða ráðgjafa hjá Vinnumálastofnun, um aðstoð. Umsækjandi er svo boðaður í viðtal hjá Vinnumálastofnun. Í viðtalinu er leitast við að meta stuðningsþörf viðkomandi, farið er yfir óskir hans um störf og rætt hvaða vinnustaðir koma til greina fyrir umsækjandann.

Umsóknin er því næst tekin fyrir á fundi sérstaks samráðshóps fyrir umsóknir um þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Samráðshópurinn er skipaður fulltrúum frá Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Mosfellsbæ (þessi sveitarfélög reka vinnustaði fyrir fatlað fólk), fulltrúum frá Vinnumálastofnun auk fulltrúa frá Ási styrktarfélagi. Fulltrúar frá Seltjarnarnesi og Garðabæ sitja einnig fundinn þegar um ræðir umsóknir frá íbúum í þeim sveitarfélögum.

Samráðshópurinn metur hverja umsókn fyrir sig og leggur til synjun eða samþykkt á biðlista og úthlutun í laus pláss. Að því búnu sendir Vinnumálastofnun tillögur samráðshópsins til viðkomandi sveitarfélags sem svo afgreiðir umsóknirnar og sendir umsækjendum bréf þar sem greint er frá afgreiðslu umsókna.

Þegar umsækjanda er boðið pláss í Örva berst Örva jafnframt bréf þess efnis. Umsækjandi hefur sjálfur samband við Örva og getur þá bókað tíma í heimsókn. Þá gefst umsækjanda tækifæri til að skoða vinnustaðinn, fá frekari upplýsingar og ef honum líst vel á er gengið frá tímabundnum samningi í starfshæfingu.Þetta vefsvæði byggir á Eplica