Sími 441 9860

Starfsþjálfun

Starfsþjálfun.

 

Í starfsþjálfuninni í Örva er aðaláherslan lögð á rétt vinnubrögð, góðar starfsvenjur, aukið starfsþrek og félagsleg samskipti. Unnið er samkvæmt einstaklingsmiðuðum markmiðum. Starfshlutfall er allt að 44% og er vinnutími annað hvort fyrir eða eftir hádegi. Starfsþjálfun tekur við að lokinni starfshæfingu ef niðurstaða starfshæfingar er að viðkomandi einstaklingur er talinn geta sinnt störfum á almennum vinnumarkaði (sjá fyrri kafla um starfshæfingu). 

Lengd starfsþjálfunar er sniðin að þörfum hvers einstaklings. Þó er miðað við að starfsþjálfun standi að öllu jöfnu ekki lengur en 18 mánuði. Hægt er að lengja starfsþjálfunina sé þess þörf. Einnig hefur áhrif hvernig gengur að finna atvinnu á almennum vinnumarkaði og tekur þjálfunartími einstaklinganna því gjarnan mið af því hversu vel það gengur.

Auk þess er leitast við að byggja upp og efla stuðning við einstaklingana utan vinnustaðarins ekki síður en innan hans. Byggist það á samstarfi við aðstandendur, tilvísunaraðila og aðra sem koma að þjónustu við viðkomandi. Sjálfræði einstaklinganna er þó ávallt í forgrunni og engin skref tekin án þeirra aðkomu og samþykkis.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica