Sími 441 9860

Starfshæfing

Starfshæfing

Allir sem koma í Örva byrja á því að fara í fjöggurra til átta vikna ólaunaða starfshæfingu. Markmið hennar er að meta heildstætt möguleika einstaklingsins til vinnu. Fylgst er með starfsgetu starfsmanns í fjölbreyttum verkefnum og mat lagt á kunnáttu, verkfærni, einbeitingu, áhuga og félagslega hæfni. Starfshlutfall er allt að 45% og er vinnutími annað hvort fyrir eða eftir hádegi. Gerðar eru kröfur til starfsmanna líkt og á almennum vinnustöðum og gilda almennt sömu reglur í Örva og á vinnustöðum á almennum vinnumarkaði. Að starfshæfingu lokinni er framkvæmt mat á vinnugetu til ákvörðunar launa (sjá kafla um starfskjör).

Auk þess að gefa heildstætt mat á getu einstaklinga til atvinnu er markmið starfshæfingarinnar (og starfsþjálfunar) eftirfarandi:

  • Að hjálpa einstaklingnum að byggja upp sjálfstraust og sjálfsöryggi.
  • Að hjálpa einstaklingnum að standast skuldbindingar gagnvart vinnustað, svo sem að mæta á réttum tíma og virða reglur.
  • Að hjálpa einstaklingnum að gera sér grein fyrir þeim möguleikum sem hann hefur.
  • Að auðvelda einstaklingnum að átta sig á áhugasviði sínu varðandi hugsanlegan starfsvettvang.
  • Að loknu starfshæfingartímabili er skrifleg niðurstaða lögð fyrir og ákvörðun tekin um framhaldið. Ef niðurstaða starfshæfingar er að einstaklingur er talinn geta farið út á almennan vinnumarkað er viðkomandi hvattur til að sækja um þjónustu hjá Atvinnu með stuðningi sem hefur atvinnuleit í samráði við viðkomandi. Einnig er viðkomandi boðið að halda áfram í Örva og byrja þar með í markvissri starfsþjálfun í allt að 18 mánuði til að undirbúa sig fyrir mögulegt starf á almennum vinnumarkaði. 
  • Ef niðurstaða starfshæfingar er að ekki er talið raunhæft að viðkomandi einstaklingur sé á leið út á almennan vinnumarkað þá nýtist frekari þjónusta (starfsþjálfun) í Örva ekki og mælt er með að viðkomandi sæki um aðra þjónustu hjá velferðarsviði/félagsþjónustu síns sveitarfélags.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica