Þjónusta við einstaklinga með skerta starfsgetu
Fötluðum einstaklingum og öðrum með skerta starfsgetu stendur til boða að koma í tímabundna starfshæfingu og starfsþjálfun í Örva (sjá umsóknarferli hér). Markmiðið er að sem flestir þjónustunotendur geti átt þess kost að starfa á almennum vinnumarkaði að lokinni hæfingu og þjálfun í Örva. Þessi þáttur starfseminnar greinir Örva frá öðrum vinnustöðum fyrir fatlaða.
Grundvöllur faglegs starfs Örva er að líkja í sem allra flestu eftir þeim aðstæðum sem starfsmenn koma til með að standa frammi fyrir á almennum vinnustöðum. Almennt gilda sömu reglur í Örva og á vinnustöðum á almennum vinnumarkaði.
Reynslan hefur sýnt að starfshæfing og starfsþjálfun í Örva auðveldar einstaklingum að fóta sig á almennum vinnumarkaði. Að lokinni þjálfun í Örva stendur til boða stuðningur starfsfólks Atvinnu með stuðningi.