Sími 441 9860

Fréttir

Aðventukaffi Örva

7.12.2018

Árlegt aðventukaffi fyrir starfsfólk Örva haldið 6. desember

Hið árlega aðventukaffi Örva var haldið í hádeginu í gær, fimmtudaginn 6. desember. 
Starfsfólkið átti notalega stund saman, kveikt var á kertum og ljósaseríum og sannkölluð jólastemning ríkti. Ursula Árnadóttir, starfandi prestur fatlaðra, flutti jólahugvekju og stýrði hópsöng. Boðið var upp á bakkelsi og heitt súkkulaði með þeyttum rjóma, sem rann ljúflega niður.

Myndir frá samverunni er að finna á facebook síðu Örva.Þetta vefsvæði byggir á Eplica