Sími 441 9860

Fréttir

Vorferð Örva 2016

27.5.2016

Vorferð á Akranes
Starfsmenn Örva fóru í hina árlegu vorferð nú í vikunni. Að þessu sinni var ferðinni heitið á Akranes. Við heimsóttum Fjöliðjuna sem er vinnustaður fyrir fatlaða þar sem bæði er boðið upp á starfsþjálfun og verndaða vinnu. Við litum einnig við í Búkollu sem er nytjaverslun með notaða hluti og er í samstarfi við Fjöliðjuna. 
Eftir hádegismat var haldið á Safnasvæðið á Akranesi þar sem við fræddumst um búsetu og lifnaðarhætti forfeðra og -mæðra okkar en einnig um íþróttaafrek Íslendinga í hinum ýmsu greinum.  Á heimleiðinni keyrðum við Hvalfjörðinn með viðkomu í Ferstiklu þar sem við gæddum okkur á ljúffengum ís.
Myndir frá ferðinni eru á facebook síðu Örva.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica