Fréttir
Fyrirmyndardagurinn 2017
Fyrirmyndardagurinn haldinn í fjórða sinn
Í dag er fjöldi starfsmanna frá Örva í starfskynningum út um borg og bæ í tilefni af Fyrirmyndardeginum 2017. Er þetta í fjórða sinn sem dagurinn er haldinn og er hann orðinn árviss viðburður. Þetta gefur starfsfólki með skerta starfsgetu gott tækifæri til að upplifa og sjá ólík störf úti í samfélaginu. Einnig veitir dagurinn fyrirtækjum og stofnunum tækifæri til að kynnast fólki með skerta starfsgetu og sjá möguleikana og kostina í fari þeirra sem starfsmanna. Til hamingju með daginn!
Á Facebook síðu Fyrirmyndardagsins segir meðal annars:
,,Fyrirmyndardagurinn er dagur þar sem fyrirtæki/stofnanir bjóða atvinnuleitendum með skerta starfsgetu að fylgja starfsmanni eftir í sínu fyrirtæki eða stofnun í einn dag eða hluta úr degi. Með því fá atvinnuleitendur tækifæri á að kynna sér fjölbreytt starfsumhverfi og forsvarsmenn fyrirtækja fá að kynnast styrkleikum hvers þátttakanda".
,,Fyrirmyndardagurinn er dagur þar sem fyrirtæki/stofnanir bjóða atvinnuleitendum með skerta starfsgetu að fylgja starfsmanni eftir í sínu fyrirtæki eða stofnun í einn dag eða hluta úr degi. Með því fá atvinnuleitendur tækifæri á að kynna sér fjölbreytt starfsumhverfi og forsvarsmenn fyrirtækja fá að kynnast styrkleikum hvers þátttakanda".
Nánar má lesa um Fyrirmyndardaginn hér: https://www.facebook.com/fyrirmyndardagurinn