Sími 441 9860

Fréttir

Heimsóknir í Örva

21.3.2018

Nemendur kynna sér starfsemi Örva

Síðustu vikur höfum við tekið á móti nemendum og kennurum af starfsbrautum framhaldsskólanna á höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru gjarnan hópar sem eru að útskrifast um vorið og eru að kynna sér hvaða kostir eru í boði að námi loknu. Það má segja að þessir gestir séu vorboðinn okkar og hlökkum við til að fá þá í heimsókn sem enn eiga eftir að líta við. Einnig hafa nemendur í þroskaþjálfun kynnt sér starfsemina hér og um þessar mundir eru þroskaþjálfanemar frá Noregi í heimsókn. Líf og fjör!
Öllum áhugasömum er velkomið að hafa samband og fá upplýsingar eða bóka tíma í heimsókn til okkar. Þetta vefsvæði byggir á Eplica