Atvinna með stuðningi hjá Vinnumálastofnun
Atvinna með stuðningi - Vinnumálastofnun
Atvinna með stuðningi er á vegum Vinnumálastofnunar og er þjónustusvæðið höfuðborgarsvæðið og Suðurnes.
Þjónustan er hugsuð fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu sökum andlegrar og/eða líkamlegrar fötlunar. Markmiðið er að finna starf við hæfi á almennum vinnumarkaði í samráði við einstaklinginn, veita þjálfun, stuðning og eftirfylgni í starfi.
Margir sem fá þjónustu hjá Atvinnu með stuðningi hafa fyrst hlotið starfsþjálfun og mat á starfsgetu hjá Örva. Það reynist oft góður undirbúningur fyrir starf á almennum vinnumarkaði að hafa fengið að ganga í gegnum starfshæfingu og starfsþjálfun hér. Það er því tilvalið að sækja um starfshæfingu í Örva ef bið er eftir þjónustu Atvinnu með stuðningi, nýta tímann í virkni og undirbúa sig fyrir starf á almennum vinnumarkaði.
Það þarf að sækja sérstaklega um þjónustu hjá Atvinnu með stuðningi hjá Vinnumálastofnun. Á sama stað er hægt að sækja um starfshæfingu í Örva.Umsóknareyðublað sem hægt er að fylla út á netinu: Umsókn um stuðning við atvinnuleit fyrir fólk með skerta starfsgetu
Um stuðning við fólk með skerta starfsgetu: Viljayfirlýsing um framtíðarskipan atvinnumála fatlaðs fólks